Prógesterón krem vs. pillur

Ekki gera ráð fyrir að prógesterónkrem sé veikara en prógesterónpillur, sérstaklega við langtímanotkun.

Húðin er stærsta líffæri líkama okkar. Prógesterónkrem (forðameðferð) smýgur inn í húðina og framhjá "first-pass metabolism" og fer beint í blóðrásina, sem getur leitt til hærra aðgengis miðað við pillur sem teknar eru til inntöku. Rannsóknir sýna að hormón sem tekin eru til inntöku eru 90% síuð af lifrinni, en kremið fer beint í blóðrásina og fer framhjá lifrinni, sem skýrir hvers vegna það er áhrifaríkara en prógesterón til inntöku. Þannig að ef þú tekur prógesterónpillu sem er 100 mg fær líkaminn aðeins 10 mg af því. Aftur á móti, ef þú setur 10 mg af prógesteróni á húðina, fer prógesterónið beint inn í líkamann og umbrotnar ekki fyrst í lifur.

Flestar konur á breytingaskeiði þurfa að lágmarki 20-40 mg á dag og 10 mg er allt of lítið til að vinna gegn og draga úr einkennum estrógens (lesa einnig, Hormón: Það þarf tvo í tangó ), sem er orsök tíðaverkja, mikilla blæðinga, PMS, sársauka í brjóstum, vefjafrumum í legi (Fibroids), endómetríósu, PCOS, vefjagigt, estrógenháðra krabbameina, frumu og fitu í kringum mjaðmir, læri og rass. Og allt of lítið ef konan er líka í estradíólmeðferð á sama tíma. Því miður er aðalaðferðin við meðferð sú að stór hluti kvenna sem í raun skortir prógesterón er í staðinn settur á estrógenmeðferð, sem eykur enn á ójafnvægi þeirra.

Í NHT hormónaráðgjöf leiðbeinum við út frá hormónaprófi, svo þú veist hvað vantar í raun og hverju er of mikið af.

Í mörgum löndum í Evrópu er hægt að kaupa prógesterónkrem í lausasölu í apótekinu, en á Íslandi er einungis hægt að fá prógesterónpillur sem lyfseðilsskyld lyf frá lækni.



Heimildir:

1.   Ruela, André Luís Morais, et al. “Evaluation of Skin Absorption of Drugs from Topical and Transdermal Formulations.” Brazilian Journal of Pharmaceutical Sciences, vol. 52, no. 3, 2016, pp. 527–544., doi:10.1590/s1984-82502016000300018. Journal Impact Factor = 0.483 Cited by = 14 (ResearchGate)

2.   Prausnitz, Mark R., et al. “Current Status and Future Potential of Transdermal Drug Delivery.” Nature Reviews Drug Discovery, vol. 3, no. 2, 2004, pp. 115–124., doi:10.1038/nrd1304. Journal Impact Factor = 57.000 Cited by = 121 (PubMed)

 3.   Timothy F. Herman, Cynthia Santos “First Pass Effect.“ In: StatPearls [Internet]. Treasure Island (FL): StatPearls Publishing; 2023 Jan. 2022 Sep 24. (PubMed PMID: 31869143)

4.     Hermann AC, Nafziger AN, Victory J, Kulawy R, Rocci ML Jr, Bertino JS Jr. Over-the-counter progesterone cream produces significant drug exposure compared to a food and drug administration-approved oral progesterone product. J Clin Pharmacol. 2005 Jun;45(6):614-9. doi: 10.1177/0091270005276621. PMID: 15901742.