Hvað er NHT® náttúruleg hormónameðferð?


NHT Naturlig Hormonterapi® grundvallast á rannsóknum á náttúrulegum hormónum (bio-identical), sem eru kallaðir „náttúrulegir hormónar“ vegna þess að þeir eru eins og þeir hormónar sem líkaminn framleiðir sjálfur. Lykilforsendan er að ef líkamanum er gefið það sem hann skortir geti hann lært að bregðast við þeim kvillum og sjúkdómum sem hafa komið upp vegna skortsins. Meginreglan í NHT® er að bæta við því sem skortir, hvort sem er náttúrulegum hormónum eða bætiefnum. Ég veiti ráðgjöf á grundvelli hormónaprófs og spurningalista um almennt heilsufar, sem þú hefur fyllt út og skilað til mín. 

Prófið er greint í samvinnu við þýsku rannsóknarstofuna Verisana og magn eftirfarandi hormóna er mælt: estradíól, estríól, prógesterón, kortisól, testósterón og DHEA (dehydroepiandrosterone). Við skoðum saman hvaða hormóna þig skortir og hvaða hormóna þú ert hugsanlega með í umframmagni. Út frá því set ég saman persónulegar leiðbeiningar um það hvernig þú getur endurheimt hormónajafnvægið.

Hvernig er prófið gert?

Horfðu á myndbandið um hvernig á að taka hormónaprófið

Hvers vegna kemur upp hormónaójafnvægi?

Það geta verið margar mismunandi ástæður fyrir ójafnvægi í hormónum líkamans. Of lítill svefn eða streita. Ef við finnum fyrir streitu í langan tíma mun líkaminn leggja áherslu á að framleiða streituhormónið kortísól og um leið framleiða minna af öðrum mikilvægum hormónum. Lélegt mataræði og skortur á næringarefnum, vítamínum og steinefnum. Notkun á tilbúnum hormónum, svo sem getnaðarvarnarpillu og hormónalykkju. Lyfjameðferð, þar á meðal notkun verkjalyfja í lausasölu. Auk þess er umhverfi okkar fullt af hormónatruflandi efnum sem eru í matnum okkar, húsgögnum, raftækjum og snyrtivörum, þessi hormónatruflandi efni virka sem framandi estrógen í líkama okkar og stuðla að ójafnvægi.

NHT®-vottorðið er þín trygging  

Veldu NHT®-vottaðan meðferðaraðila þegar þú vilt fá handleiðslu sem byggir á rannsóknum á endurheimt hormónajafnvægis.

Vottunin er gefin út til eins árs í senn. Vottunin tryggir að þinn meðferðaraðili fylgir öllum grundvallarreglunum um náttúrulega hormónameðferð sem lýst er hér, hefur kynnt sér nýjustu rannsóknir og leitað sér endurmenntunar samkvæmt viðmiðunarreglum Center for Naturlig Hormonterapi. Þannig getur þú ævinlega treyst því að þú fáir handleiðslu sem byggir á bestu og staðfestri þekkingu á náttúrulegum hormónum sem völ er á.

Í bókinni „Naturlig hormonterapi – uppgjör við estrógen mýtuna“ frá 2019 eftir Jens-Ole Paulin og Anette Paulin, er farið yfir hvernig mikill fjöldi sjúkdóma stafar af hormónaójafnvægi og rannsóknirnar sem eru til í kringum líffræðilega samsvörun hormóna.

Í bókinni er vísað til meira en 400 rannsókna og leggur grunn að NHT-menntun